Sinueldur við Litla-Hraun

Frá vettvangi við Litla-Hraun í dag.
Frá vettvangi við Litla-Hraun í dag. mynd/Sigmundur Sigurgeirsson

Slökkviliðsmenn hafa bar­ist við sinu­eld sem kviknaði rétt aust­an við Litla-Hraun á öðrum tím­an­um í dag. Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi slitnaði há­spennu­streng­ur þegar álft flaug á hann, með fyrr­greind­um af­leiðing­um.

Til­kynn­ing barst um klukk­an 13:30. Allt til­tækt slökkvilið á Sel­fossi, Stokks­eyri og Þor­láks­höfn fór á staðinn og hafa slökkviliðsmenn­irn­ir náð tök­um á ástand­inu. Svæðið sem um ræðir er ekki stórt. Vind­átt­in hef­ur hins veg­ar verið óhag­stæð. Eng­an hef­ur sakað.

Raf­magni sló út á stór­um hluta í ná­grenn­inu þegar lín­an gaf sig, m.a. á Eyr­ar­bakka, hluta Sel­foss og í Sand­vík­ur­hreppi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert