Samþykkt að boða til aukalandsfundar

00:00
00:00

Á miðstjórn­ar­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins í dag var samþykkt til­laga Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns flokks­ins, að boða til auka­lands­fund­ar í sum­ar. Þar yrði for­ysta flokks­ins kjör­in, þ.m.t. formaður og vara­formaður.

Ná­kvæm tíma­setn­ing ligg­ur ekki fyr­ir, en stefnt er að því að efna til auka­lands­fund­ar annað hvort fyr­ir sum­ar­frí í júní eða í lok sum­ars.

Miðstjórn mun koma aft­ur sam­an á morg­un klukk­an 17 þar sem all­ar tíma­setn­ing­ar verða ákveðnar.

Þá var samþykkt á fund­in­um að setja á lagg­irn­ar viðbragðshóp sem ætlað er að fara yfir efni skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar Alþing­is og gera til­lög­ur til Sjálf­stæðis­flokks­ins um viðbrögð við efni henn­ar.

Fund­ur miðstjórn­ar hófst klukk­an eitt og lauk um 15:30.

Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins og Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, við …
Jón­mund­ur Guðmars­son, fram­kvæmda­stjóri Sjálf­stæðis­flokks­ins og Bjarni Bene­dikts­son, formaður flokks­ins, við upp­haf miðstjórn­ar­fund­ar­ins. mbl.is/​Golli
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert