Breytist í hraungos

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur verið kröftugt en er nú að …
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur verið kröftugt en er nú að breytast. Kristinn Ingvarsson

ELDGOSIÐ í Eyjafjallajökli er að breytast í hraungos sem kemur úr norðurhluta gossprununnar á jöklinum. Þetta er ekki óvænt en gerist fyrr en búast mátti við, að sögn Magnúsar Tumar Guðmundssonar jarðeðlisfræðings.

„Ekki er öruggt að þarna mun bara renna hraun, því sprengivirkni getur tekið sig upp aftur. Í meginatriðum eru þetta samt góðar fréttir því hraungos á þessum slóðum er tiltölulega meinlaust. Ef dregur dregur mikið úr sprengivirkni mun draga mun draga verulega úr öskufalli og það gæti hætt að mestu," sagði Magnús Tumi í samtali við mbl.is nú í kvöld.

Útrásin sem bræðsluvatn úr gosgígunum á jöklinum rann eftir niður Gígjökul virkar í raun eins og framræsluskurður og hjálpar til við að þurrka gíginn af utanaðkomandi bræðsluvatni svo úr verður hraungos. „Hraunið mun stækka og það verður spennandi að sjá hvernig það leggst að ísveggjum í sigkatlinum og hvaða áhrifa það hefur á jökulinn. Þetta ætti síst að auka flóða hættu þó ekki megin útiloka þann mögulega að hraunið myndað stíflu fyrir bræðsluvatn þegar fram í sækir."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert