Veðurstofan segir, að gosvirkni í Eyjafjallajökli hafi lítið breyst í gærkvöldi og nótt Órói á jarðskjálftamælum jókst nokkuð framan af kvöldi í gær en minnkaði aftur til kl. 4 í nótt þegar hann jókst að nýju. Engar hreyfingar voru undir Mýrdalsjökli þar sem eldfjallið Katla er.
Gosmökkurinn náði í morgun í um 2 km hæð klukkan 7 í morgun en hann sést ekki á ratsjá Veðurstofunnar. Leggur mökkinn beint í suður enda stíf norðanátt og laus aska fýkur af Mýrdalsjökli.