ESB-ríkin sýni Íslendingum samstöðu

íslendingar, ekki flugfarþegarnir eru þeir sem hafa orðið fyrir hvað …
íslendingar, ekki flugfarþegarnir eru þeir sem hafa orðið fyrir hvað mestu áhrifum af eldgosinu að sögn leiðara Huvudstadsbladet Árni Sæberg

Stærstu fórnarlömb eldgossins eru Íslendingar, segir í leiðara finnska Hufvudstadsbladet og hvetur leiðarahöfundur ESB-ríkin nú til að sýna Íslendingum samstöðu.

„Eldgos á lítilli eyju í úti í Norður-Atlantshafi hefur lamað heimsbyggðina. Ástandið er eins og sena úr Farlig midsommar (einni af Múmínálfabókum Tove Jansson), ef það væri ekki fyrir allar þær tugþúsundir sem hafa þurft að dúsa strandaðar á flugvöllum, og finnst uppákoman ekki hið minnsta ævintýraleg eða spennandi.“

Rétt sé hjá flugfélögum að senda vélar sínar ekki á loft á meðan að hætta sé talin á ferðum. Þannig eigi það að vera. „Ef eitthvað getur kallast hamfarir þá eru það eldgos.“

Ástandið minnir líka á hve viðkvæm hin hátæknilegu alþjóðasamfélög séu. Auðvelt kunni vera að ferðast frá heimsálfu til heimsálfu, enn gerist þó atburðir sem manneskjan geti ekki stjórnað. „Nýtískulegasta flugvélatækni hefur ekkert að segja á móti örfínni eldfjallaösku.“

Flugfarþegarnir séu þó ekki þeir sem hafa orðið fyrir hvað mestu áhrifum af eldgosinu, þó aðstæður þeirra séu vissulega ergilegar. „Heldur eru það Íslendingar sem hafa í enn eitt skiptið orðið fyrir hamförum. 600 manns sem búa í nágrenninu við eldfjallið Eyjafjallajökul  hafa þurft að flytjast í burtu,“ segir í leiðaranum sem bendir á að ekki liggi enn fyrir hvaða áhrif gosið muni hafa á náttúru og búfénað. Margir hafi orðið að skilja búfénað sinn eftir þó skepnurnar eigi ekki að éta flúormengað gras.

Íslendingum hafi fækkað um ríflega 20% árið 1783 er gaus í Laka og vel rúmlega helmingur búfénaðar hefur drepist.   „Það leiddi til þess að fólk dó úr hungri. Svo alvarlegar verða afleiðingarnar varla núna, en nú hefur þegar  reynt mikið á íslenska hagkerfið.“

Bankakreppan hafi neytt Íslendinga til að fylgja pólitík sem þjóðin bar ekki sjálf ábyrgði á. Nú sé hins vegar komin tími fyrir ESB-þjóðirnar að sýna landinu samstöðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert