Farið yfir stöðu mála í Vík

Frá fundinum í Vík í dag.
Frá fundinum í Vík í dag. mynd/Jónas Erlendsson

Fullt var út úr dyrum þegar viðbragðsaðilar almannavarna funduðu með íbúum í Vík í Mýrdal í dag. Þar var spurningum heimamanna svarað varðandi eldgosið í Eyjafjallajökli auk þess sem viðbrögð og hugsanlegar afleiðingar voru ræddar.

Fundurinn fór fram í Leikskálum og hófst klukkan 16:30. Meðal þeirra sem sátu fyrir svörum voru sýslumaðurinn í Rangárvallasýslu, ríkislögreglustjóri og fulltrúar frá héraðsdýralækni, Rauða kross Íslands, Veðurstofu Íslands, Bjargráðasjóði og Heilbrigðiseftirlitinu. 

Nú stendur yfir íbúafundur á Kirkjubæjarklaustri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert