Flestir vilja banna nektardans

Meirihluti svarenda í könnun MMR var fylgjandi banni við nektardansi. …
Meirihluti svarenda í könnun MMR var fylgjandi banni við nektardansi. Myndin er úr safni. Reuters

Lög um bann við nekt­ar­dansi njóta mun meira fylg­is á meðal kvenna en karla, sam­kvæmt nýbirt­um niður­stöðum könn­un­ar MMR. Meiri­hluti þeirra sem tók af­stöðu í könn­un­inni var fylgj­andi lög­un­um um bann við nekt­ar­dansi. 

MMR kannaði af­stöðu fólks til ný­legra laga um bann við nekt­ar­dansi en þau taka gildi 1. júlí næst­kom­andi. Af þeim sem tóku af­stöðu voru 51,1% fylgj­andi lög­un­um og 45,9% kváðust vera þeim and­víg. 

Áber­andi var hve miklu fleiri kon­ur voru fylgj­andi banni við nekt­ar­dansi en karl­ar. Þannig kváðust 76% kvenna vera fylgj­andi lög­un­um en ein­ung­is 33% karla. Einnig mátti greina nokk­urn mun á af­stöðu eft­ir aldri svar­enda. Þannig voru 44% svar­enda und­ir þrítugu fylgj­andi lög­un­um en 53% í ald­urs­hópn­um 39-49 ára og 64% á meðal þeirra sem voru fimm­tug­ir og eldri. 

Þegar horft var til tekna svar­enda þá voru þeir tekju­hæstu, með 800 þúsund eða meira í laun, and­víg­ast­ir lög­un­um. Í þeim hópi voru 59% á móti lög­un­um en 41% þeim fylgj­andi.

Könn­un­in var síma- og net­könn­un. Vald­ir voru handa­hófs­kennt ein­stak­ling­ar á aldr­in­um 18-67 ára  úr hópi álits­gjafa MMR. Svar­fjöldi var 865 og könn­un­in var gerð 8.-12. apríl s.l.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert