Fullur gámur af gjöfum

Varðskipið Ægir mun flytja fullan gám af gjöfum til fátækra …
Varðskipið Ægir mun flytja fullan gám af gjöfum til fátækra barna í Senegal. Landhelgisgæslan

Hjálp­ar­beiðini ABC barna­hjálp­ar vegna ABC skól­ans í Dak­ar í Senegal vakti gríðar­mik­il viðbrögð, að sögn Mar­grét­ar Blön­dal skrif­stofu­stjóra ABC barna­hjálp­ar. Hjálp­ar­gögn af ýmsu tagi verða flutt með varðskip­inu Ægi sem fer til eft­ir­lits­starfa við Afr­íku­strend­ur.

Mar­grét sagði að viðbrögðin hafi verið „ótrú­lega mik­il“. Ekki er ljóst hvort gám­ur­inn sem flutt­ur verður með varðskip­inu nær að rúma allt sem hef­ur safn­ast. Mar­grét sagði að all­ar gjaf­irn­ar verði send­ar til barna sem eru skjól­stæðing­ar ABC barna­hjálp­ar, jafnt þótt þær kom­ist ekki í gám­inn nú.

„Við erum að fara í gegn­um það sem barst. Það er mikið af föt­um, leik­föng­um, skóla­vör­um og öðru,“ sagði Mar­grét. Vör­urn­ar verða sett­ar í gám­inn á morg­un. Hún sagði að mörg fyr­ir­tæki hafi brugðist vel við áskor­un­inni. Meðal annarra hafa skila­nefnd­ir sýnt ör­læti sitt.

Ein­stak­ling­ar hafa aðallega gefið fatnað, leik­föng á borð við bolta og fleira. Fyr­ir­tæki hafa m.a. gefið papp­ír, rit­föng og skóla­tösk­ur. Þá hef­ur mikið borist af merkt­um bol­um.

„Það er svaka­lega flott hvað fólk tók vel í þetta með svona skömm­um fyr­ir­vara. Við verðum ekki í nein­um vand­ræðum með að fylla gám­inn,“ sagði Mar­grét.

Land­helg­is­gæsl­an og ABC barna­hjálp sendu frá sér svohljóðandi frétta­til­kynn­ingu:

„Síðustu vik­ur og mánuði hef­ur Land­helg­is­gæsl­an unnið að því að taka þátt í eft­ir­liti með Frontex, Landa­mæra­stofn­un Evr­ópu sem Ísland er aðili að í gegn­um Schengen sam­starfið.

Í und­ir­bún­ingn­um kom fram sú hug­mynd hvort hægt væri að styrkja hjálp­ar­sam­tök í Senegal með því að flytja til þeirra vör­ur með varðskip­inu.  Eft­ir smá eft­ir­grennsl­an kom í ljós að ABC rek­ur barna­skóla í höfuðborg Senegal, Dak­ar.  Skól­inn er fyr­ir 149 fá­tæk börn á aldr­in­um 3ja til 7 ára en einnig er rekið at­hvarf fyr­ir götu­drengi.   Á hverj­um degi koma 30-50 börn í  at­hvarfið þar sem þau fá mat, fara í sturtu, þvo föt­in sín, leika sér og síðast en ekki síst fá þau kennslu.  Enn frem­ur er rek­inn fót­bolta­skóli einu sinni í viku fyr­ir stráka á aldr­in­um 10 – 16 ára.   

Á veg­um ABC Barna­hjálp­ar hef­ur staðið yfir söfn­un meðal stuðnings­manna og hef­ur einkum verið óskað eft­ir papp­ír, stíla­bók­um, lit­um, blýönt­um, penn­um, ýmis kon­ar borðspil­um, leik­föng­um og íþrótta­vör­um fyr­ir börn­in. Einnig vant­ar hill­ur, skóla­borð og stóla fyr­ir börn­in.

Auk þess að leita til stuðnings­manna hef­ur ABC Barna­hjálp og Land­helg­is­gæsl­an vakið at­hygli nokk­urra fyr­ir­tækja á söfn­un­inni og fengið mjög góðar und­ir­tekt­ir.“

Heimasíða ABC barna­hjálp­ar

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert