Þegar okkur bar að garði fyrir utan heimili Hrafns Gunnlaugssonar rétt um klukkan tíu í morgun stóðu tveir félagar í Víkingafélagi Reykjavíkur fyrir utan og mótmæltu því að fjarlægja ætti verkin.
Reykjavíkurborg sendi Hrafni bréf á föstudaginn þar sem honum var gert að færa þau verk sem stæðu utan lóðar. Hrafn svaraði bréfi borgarinnar um helgina. Að sögn Jóns Halldórs Jóhannssonar, upplýsingafulltrúa framkvæmda og eignasviðs Reykjavíkurborgar er unnið að því hjá borginni að svara bréfi Hrafns. Því er óvíst hvort hreinsun hefjist á svæðinu í dag.