Hraungos líklega hafið

Gosmökkurinn séður úr flugvél Landhelgisgæslunnar í gær.
Gosmökkurinn séður úr flugvél Landhelgisgæslunnar í gær. Kristinn Ingvarsson

Hraungos er líklega hafið í gígnum á Eyjafjallajökli, að sögn Veðurstofu Íslands. Miklar sprengingar eru í honum og slettur á stærð við jeppa, að sögn sjónarvotts, sem flaug yfir svæðið á þyrlu. Hann mat einnig að mökkurinn hefði náð í 8-10.000 feta hæð og bólstrar farið upp í 15-17.000 fet.

Kl. 8:50 fór mökkurinn í 4 km hæð. Lægri gosmökkur bendir til þess að vatn komist ekki lengur í gíginn og hraunflæði sé hafið. Veðurstofan segir að óróinn sem jókst kl. 4 í nótt geti gefið til kynna að hraun sé byrjað að renna úr gígnum.

Engar hreyfingar voru undir Mýrdalsjökli. Gosvirknin virðist breytast lítið, að sögn Veðurstofunnar.

Gosmökkurinn náði í morgun kl. 07:00 í um 2 km hæð og sást hann ekki á ratsjá Veðurstofunnar. Mökkinn leggur beint í suður enda stíf norðanátt.Laus aska fýkur af Mýrdalsjökli.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert