Kókaín í kílóatali

Lögreglan.
Lögreglan.

Átta manns, sjö karl­ar og ein kona, eru í haldi lög­reglu grunuð um aðild á inn­flutn­ingi kókaíns hingað til lands frá Spáni. Sjö þeirra voru í Héraðsdómi Reykja­ness úr­sk­urðuð í gæslu­v­arðhald til 23. apríl og eitt til 30. apríl, sam­kvæmt til­kynn­ingu frá lög­regl­unni.

Um er að ræða fíkni­efni í kílóa­tali en nem­ur þó ekki tug­um kílóa, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. Gæslu­v­arðahalds­úrsk­urðirn­ir voru kveðnir upp um þarsíðustu helgi.

Lög­regluliðin á höfuðborg­ar­svæðinu og Suður­nesj­um rann­saka málið í sam­ein­ingu og hafa notið aðstoðar embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra og tol­lyf­ir­valda. Europol hef­ur einnig komið að mál­inu. Fíkni­efn­in sem hér um ræðir voru fal­in í ferðatösk­um.

„ Fimm mann­anna voru hand­tekn­ir á höfuðborg­ar­svæðinu um þar síðustu helgi en sjötti maður­inn og kon­an voru hand­tek­in á Kefla­vík­ur­flug­velli á sama tíma­bili og var það fyr­ir ár­verkni toll­v­arða.

Einn karl til viðbót­ar var hand­tek­inn sl. fimmtu­dag en sá var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald til 30. apríl eins og að fram­an grein­ir. Megnið af fólk­inu hef­ur áður komið við sögu hjá lög­reglu, mis­mikið þó. Hinir grunuðu eru all­ir ís­lensk­ir og á þrítugs-, fer­tugs-, fimm­tugs- og sex­tugs­aldri.

Rann­sókn máls­ins er nokkuð um­fangs­mik­il en það snýst í raun um tvær til­raun­ir til inn­flutn­ings á kókaíni. Í öðru til­vik­inu var af­hend­ingu fíkni­efn­anna fylgt eft­ir, þ.e. frá því að svo­kallað meint burðardýr kom því í hend­ur viðtak­enda.

Rann­sókn­in miðar jafn­framt að því að tengja mál­in  við önn­ur sem upp hafa komið, bæði hér­lend­is og er­lend­is, þar sem Íslend­ing­ar hafa komið við sögu. Vegna þessa hef­ur Europol haft aðkomu að rann­sókn­inni.

Eins og fyrr seg­ir er rann­sókn­in tölu­vert víðtæk en í tengsl­um við hana hef­ur lög­regl­an fram­kvæmt all­marg­ar hús­leit­ir. Í þeim hef­ur verið lagt hald á um­tals­verða fjár­muni sem og skart­gripi.
Ekki er hægt að veita frek­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert