Kvartað yfir lausagangi hunda

Fjörugir hundar á ferð. Myndin er úr safni.
Fjörugir hundar á ferð. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Undanfarið hefur talsvert verið kvartað vegna lausagöngu hunda í Reykjavík og vill Hundaeftirlit Reykjavíkur því minna á að hundar skulu án undantekninga vera í taumi í borgarlandinu svo sem á göngustígum og í görðum Reykjavíkurborgar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfis- og samgöngusviði borgarinnar.

Hundaeftirlitið vill minna á að bannað er að vera með hunda í Öskjuhlíð og á ylströndinni í Nauthólsvík, á hólmunum í Elliðaárdal og við bakka Elliðaánna um laxveiðitímann. Ekki er heimilt að vera með hunda í Heiðmörk á varptíma fugla 1. maí til 15. ágúst. Heimilt er hins vegar að sleppa hundum lausum á Geirsnefni, Geldingarnesi og auðum svæðum fjarri íbúðabyggð og innan hundaheldra girðinga.

Eitt af því sem hundaeigendur eiga að gera án undantekningar er að þrífa skítinn upp eftir hunda sína. Þess má geta að samkvæmt samþykkt um hundahald í Reykjavík er óheimilt er að vera með hunda í nokkrum götum borgarinnar: Bankastræti, Laugavegi að Rauðarárstíg, Lækjartorgi, Austurstræti, Aðalstræti og á Ingólfstorgi og á almennum samkomum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert