Björgólfur Thor: Lánin verða gerð upp

Björgólfur Thor Björgólfsson.
Björgólfur Thor Björgólfsson.

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son seg­ir í yf­ir­lýs­ingu að hann vinni nú að því að gera upp all­ar sín­ar skuld­ir við ís­lensk­ar lána­stofn­an­ir, sem og er­lend­ar. Lán­in verði gerð upp að fullu.

„Eig­ur mín­ar standa að baki því upp­gjöri og hef ég af­hent lán­ar­drottn­um mín­um ít­ar­legt yf­ir­lit allra minna eigna. Ég ein­beiti mér að þessu skulda­upp­gjöri á næstu árum og vil ljúka því með sóma,“ seg­ir Björgólf­ur Thor.

Yf­ir­lýs­ing Björgólfs er eft­ir­far­andi:

„Eitt af því sem er ámæl­is­vert og fram kem­ur í skýrsl­unni eru mikl­ar lán­tök­ur stærstu eig­enda bank­anna. Ég er þar ekki und­an­tekn­ing. Um­svif mín sem alþjóðlegs fjár­fest­is hafa und­an­far­in ár verið mik­il og lengi vel mjög far­sæl. Sem lið í því átti ég viðskipti við lána­stofn­an­ir, sem í mörg­um til­vik­um sótt­ust eft­ir þeim viðskipt­um að fyrra bragði. Þrátt fyr­ir að stærsti hluti lánaviðskipta minna hafi verið við er­lend­ar fjár­mála­stofn­an­ir, þá sé ég núna að eðli­legra hefði verið fyr­ir mig sem alþjóðleg­an fjár­festi að beina lánaviðskipt­um mín­um enn frek­ar frá Íslandi. Eft­ir stend­ur að þessi lán voru veitt og vil ég hér greina frá því hvert þess­ir pen­ing­ar fóru.

Í grein­ar­gerð sem fylg­ir þess­ari yf­ir­lýs­ingu geri ég grein fyr­ir þess­um lán­um, til­urð þeirra, verk­efn­um sem fjár­mun­irn­ir runnu til og stöðu þeirra í dag. Þá leiðrétti ég jafn­framt rang­færsl­ur sem finn­ast í rann­sókn­ar­skýrsl­unni en nefnd­in óskaði hvorki eft­ir upp­lýs­ing­um frá mér, né kallaði mig til viðtals og gaf mér því ekki kost á að svara þeim aðfinnsl­um eða rang­færsl­um sem að mér bein­ast. Sem dæmi má nefna full­yrðing­ar um að ég hafi tekið lán hjá Lands­bank­an­um vegna Acta­vis ör­fá­um dög­um fyr­ir fall Lands­bank­ans. Ég hef áður lýst því, að dregið var á þetta lán í áföng­um frá apríl fram í sept­em­ber 2008. Fyr­ir lán­inu voru full­kom­lega eðli­leg­ar viðskipta­leg­ar for­send­ur, trygg­ing­ar voru ör­ugg­ar og lánið verður gert upp að fullu, líkt og önn­ur lán mín.

Eins og stend­ur á ég í viðræðum við lán­ar­drottna og stefni ég að því að gera upp all­ar mín­ar skuld­ir við ís­lensk­ar lána­stofn­an­ir sem og er­lend­ar. Eig­ur mín­ar standa að baki því upp­gjöri og hef ég af­hent lán­ar­drottn­um mín­um ít­ar­legt yf­ir­lit allra minna eigna. Ég ein­beiti mér að þessu skulda­upp­gjöri á næstu árum og vil ljúka því með sóma.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert