Mikill árangur í lækkun hámarkshraða í Reykjanesbæ

Mik­ill ár­ang­ur hef­ur náðst í að auka um­ferðarör­yggi í Reykja­nes­bæ með lækk­un há­marks­hraða í 30 km/​klst í íbúðahverf­um. Því hef­ur m.a. verið fylgt eft­ir með mæl­ing­um í hverf­um með sér­stök­um hraðagreini.

Búnaður­inn gef­ur ýms­ar upp­lýs­ing­ar um um­ferðina, s.s. fjölda bíla, meðal­hraða þeirra og fleira. Þetta er talið eiga stór­an þátt í veru­legri fækk­un um­ferðarslysa í Reykja­nes­bæ á und­an­förn­um árum.

Þetta kom fram á um­ferðarör­ygg­isþingi sem haldið var í Reykja­nes­bæ fyr­ir helgi, en þar komu sam­an til skrafs og ráðagerða starfs­menn um­hverf­is- og skipu­lags­sviðs Reykja­nes­bæj­ar, lög­reglu, um­ferðar­stofu, full­trú­ar for­eldra­fé­laga og íbú­ar.

Upp­lýs­ing­ar úr hraðagrein­um eru nýtt­ar til þess að greina um­ferð í hverf­un­um og m.a. þörf fyr­ir hraðahamlandi aðgerðir eins og hraðahindr­an­ir. Einnig eru þær send­ar til lög­regl­unn­ar sem nýt­ir þær í starfi sínu.

Jafn­framt hef­ur Reykja­nes­bær unnið með lög­reglu í sér­stöku átaki í hraðamæl­ing­um sem gerðar eru viku í senn í ein­stök­um hverf­um. Hafa öku­menn verið sektaðir fyr­ir að aka hraðar en á 30 km í íbúðahverfi. Þess­ar aðgerðir hafa aukið meðvit­und íbúa um um­ferðar­hraða í hverf­um og lækkað hann um­tals­vert. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert