Spurðu um hættu á mengun

Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ásamt Kjartani Þorkelssyni lögreglustjóra og Unni Brá …
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra ásamt Kjartani Þorkelssyni lögreglustjóra og Unni Brá Konráðsdóttur, alþingismanni hittu íbúa í gær. Sigmundur Sigurgeirsson

Fólk sem mætti á fund með viðbragðaaðilum að Heimalandi undir Eyjafjöllum í dag spurði mest um hættu af mengun af völdum ösku og mengun í vatni.

Um 70 manns voru á fundinum, en fjórir fundir verða í dag á Suðurlandi. Einnig verða fundir á morgun og miðvikudag með íbúum. Á fundi mættu fulltrúar frá almannavörnum, Rauða krossinum, Veðurstofu, ríkislögreglustjóra, sýslumanni, heilbrigðiseftirliti, sálfræðingur og fleiri.

Fólk var ánægt með fundinn og þær upplýsingar sem berast frá almannavörnum. Greinilegt var þó að fólk hefur áhyggjur af ástandinu. Fólk spurði um hættu á mengun og mælingar á mengun í ösku og vatni. Ennfremur var spurt hvenær megi hleypa dýrum út.

Öskumökkurinn frá gosinu byrjar austan við Ásólfsskála. Mökkurinn er ekki eins dökkur og hann hefur verið. Hann er grábrúnn á litinn. Mjög hvasst er á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert