Víkingar verja heimili Hrafns

Félagar í Víkingafélaginu standa vaktina við heimili Hrafns Gunnlaugssonar.
Félagar í Víkingafélaginu standa vaktina við heimili Hrafns Gunnlaugssonar. mbl.is/Golli

Tveir félagar í Víkingafélagi Reykjavíkur standa núna vakt við heimili Hrafns Gunnlaugssonar við Lauganes. Fyrir helgi gaf Reykjavíkurborg Hrafni frest til kl. 9 í dag til að fjarlægja listaverk sem standa utan skilgreindrar lóðar.

Formaður og varaformaður í Víkingafélaginu sögðu við blaðamann í morgun að þeir vildu að Hrafn fengi að vera í friði með verk sín. Aðgerðir Reykjavíkurborgar mætti líkja við það ef reynt væri að fjarlægja listaverk Samúels Jónssonar í Selárdal í Arnarfirði. Á hverju ári kæmu hundruð manna, sem sæktu víkingahátíðir á Íslandi, í heimsókn til Hrafns til að skoða listaverk hans í Laugarnesi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert