Atvinnulausir fá frítt í sund

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi í dag var samþykkt ein­róma til­laga borg­ar­full­trúa VG þess efn­is að þeir íbú­ar borg­ar­inn­ar sem eru at­vinnu­laus­ir og þeir sem þiggja fjár­hagsaðstoð fái frítt á sundstaði borg­ar­inn­ar og frí not­enda­kort að þjón­ustu Borg­ar­bóka­safns út árið 2010.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Þor­leifi Gunn­ars­syni, borg­ar­full­trúa VG.

Bók­un VG er eft­ir­far­andi:

„Borg­ar­full­trú­ar Vinstri grænna fagna ein­róma ákvörðun borg­ar­stjórn­ar þess efn­is að þeir íbú­ar borg­ar­inn­ar sem eru at­vinnu­laus­ir og þeir sem þiggja fjár­hagsaðstoð fái frítt á sundstaði borg­ar­inn­ar og frí not­enda­kort að þjón­ustu Borg­ar­bóka­safns út árið 2010. Sú skoðun skal þó áréttuð að sam­fé­lag sem sætt­ir sig við fát­tækt íbúa sinna er ekki gott sam­fé­lag og borg­ar­stjórn hlýt­ur að hafa það í for­gangi að all­ir íbú­ar borg­ar­inn­ar hafi næg­ar tekj­ur til að fram­fleyta sér og sín­um á sóma­sam­leg­an hátt.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert