Atvinnulausir fá frítt í sund

Ráðhús Reykjavíkur.
Ráðhús Reykjavíkur. mbl.is/Júlíus

Á borgarstjórnarfundi í dag var samþykkt einróma tillaga borgarfulltrúa VG þess efnis að þeir íbúar borgarinnar sem eru atvinnulausir og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð fái frítt á sundstaði borgarinnar og frí notendakort að þjónustu Borgarbókasafns út árið 2010.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þorleifi Gunnarssyni, borgarfulltrúa VG.

Bókun VG er eftirfarandi:

„Borgarfulltrúar Vinstri grænna fagna einróma ákvörðun borgarstjórnar þess efnis að þeir íbúar borgarinnar sem eru atvinnulausir og þeir sem þiggja fjárhagsaðstoð fái frítt á sundstaði borgarinnar og frí notendakort að þjónustu Borgarbókasafns út árið 2010. Sú skoðun skal þó áréttuð að samfélag sem sættir sig við fáttækt íbúa sinna er ekki gott samfélag og borgarstjórn hlýtur að hafa það í forgangi að allir íbúar borgarinnar hafi nægar tekjur til að framfleyta sér og sínum á sómasamlegan hátt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert