Búist er við að öskuskýið frá Eyjafjallajökli, sem hefur stöðvað nær alla flugumferð í Evrópu undanfarna fimm daga, breyti um stefnu í lok vikunnar og berist í átt að norðurheimskautinu, að sögn Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, WMO. Flug í Evrópu er nú farið af stað og er búist við að um helmingur áætlunarferða verði farinn í dag.
WMO segir í tilkynningu, að núverandi háþrýstisvæði með frekar hægum vindi hafi ekki leyst upp öskuskýið. Hins vegar sé búist við að staðan breytist undir lok vikunnar þegar lægð myndist yfir Íslandi. Þá muni vindáttir breytast og askan berast í átt að norðurheimskautinu. Þá muni regn sem fylgir lægðinni „hreinsa" loftið.
Búast megi þó við því, að slæða með afar fínni ösku verði í andrúmsloftini í talsverðan tíma þar til þrumuveður hreinsi hana. Eitthvað öskufall séu þó mælanlegt.