Engin fyrirheit gefin

00:00
00:00

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, seg­ir vilja­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í tengsl­um við af­greiðslu AGS láns­ins fyr­ir helgi ganga skem­ur en yf­ir­lýs­ing­in frá nóv­em­ber 2008. Hann hafn­ar gagn­rýni Bjarna Bene­dikts­son­ar á yf­ir­lýs­ing­una og biður hann að lesa rann­sókn­ar­skýrsl­una og rifja upp hvernig Ices­a­ve sé til­komið.

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, gagn­rýndi vilja­yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar harðlega í gær og sagði hana ganga mun lengra en fyrri yf­ir­lýs­ing gerði í viður­kenn­ingu á skuld­bind­ingu Íslands.

Málið kom til tals í fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag og gagn­rýndi Bjarni þar, að yf­ir­lýs­ing­in hefði verið gef­in út án sam­ráðs við stjórn­ar­and­stöðu. Stein­grím­ur sagði hins veg­ar, að yf­ir­lýs­ing­in væri í sam­ræmi við umboð sem viðræðunefnd stjórn­valda hafði til viðræðna við Breta og Hol­lend­inga í fe­brú­ar sl. og formaður þeirr­ar nefnd­ar hefði lagt loka­hönd á orðalag yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert