Gosstrókurinn minnkar

Eyjafjallajökull í gær.
Eyjafjallajökull í gær. mbl.is/RAX

Gosstrókur­inn frá Eyja­fjalla­jökli hef­ur minnkað mjög mikið frá í gær og er ösku­fall því lítið og skyggni gott til gosstöðvanna.Að sögn Veður­stof­unn­ar er órói á jarðskjálfta­mæl­um  svipaður og í gær.

Í flugi sér­fræðinga með Land­helg­is­gæsl­unni eft­ir há­degi í gær kom í ljós að tals­vert gos var þá í gangi, eld­virkni er enn í þrem­ur gíg­um sem ennþá virðast vera aðskild­ir. Gos­mökk­ur­inn var lít­ill og ljós sem benti til að gjóska sé ekki mik­il í hon­um. Gjósk­an úr eld­stöðinni virt­ist hlaðast upp á brún­ina og mynda þar hrygg.

Klepr­ar úr spreng­ing­um í gíg­un­um náðu í um 1,5 - 3 km hæð í gær­morg­un. Ekk­ert hraun­rennsli var frá gíg­un­um. Sunn­ar náðu ösku­ský­in í um 5-6 km hæð. Ekki var hægt að merkja hraun­rennsli frá gos­inu, hvorki til norðurs né suðurs.

Öskumökkur frá gosstöðinni í Eyjafjallajökli og Mýrdalsjökli um hádegisbil í …
Ösku­mökk­ur frá gosstöðinni í Eyja­fjalla­jökli og Mýr­dals­jökli um há­deg­is­bil í gær. Mynd­in er tek­in úr Mod­is-gervi­hnetti.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert