Icesave-viðræður ekki framundan

Engar formlegar viðræður um lausn á Icesave-deilunni eru fyrirhugaðar, að svo komnu máli, að sögn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra.

Norðurlöndin muni greiða út lán í kjölfar annarrar endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á efnahagsáætlun sjóðsins og íslenskra stjórnvalda, í trausti þess að samningar náist.

Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna annarrar endurskoðunar segir einfaldlega að stjórnvöld geri ráð fyrir að lausn í málið fáist „fljótlega“.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert