Kanna hvort hægt sé að birta nöfn eigenda

mbl.is

Í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu er verið að kanna hvort hægt sé að birta lista yfir helstu kröfuhafa í þrotabú stóru bankanna þriggja en kröfuhafarnir eru helstu eigendur Íslandsbanka og Arion banka.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að nöfn kröfuhafanna komi fram í kröfuhafaskrám sem séu aðgengilegar öðrum kröfuhöfum en fjöldi þeirra hlaupi á nokkrum þúsundum.

Lilja Mósesdóttir, formaður viðskiptanefndar, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt að upplýsingar um hverjir séu eigendur nýju bankanna liggi ekki fyrir. Hver vísi á annan þegar þeirra upplýsinga sé leitað.

Skrár yfir kröfuhafa í gömlu bankana hafa ekki verið birtar opinberlega, en Gylfi sagði einhverjum þeirra hefði verið lekið. Sömu reglur gildi um kröfuhafaskrár eins og í öðrum þrotabúum, þ.e. að aðrir kröfuhafar geti séð hana. Eins og reglurnar væru núna væri ekki hægt að birta skrárnar, t.d. á vef ráðuneytisins.

Sjá nánar um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert