Mun fjúka hér í allt sumar

Kristinn Stefánsson, bóndi á Raufarfelli, við mjaltir.
Kristinn Stefánsson, bóndi á Raufarfelli, við mjaltir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Það verður út júní. Ekki miklu lengur,“ segir Kristinn Stefánsson, bóndi á Raufarfelli. Blaðamaður er að halda honum frá mjöltunum og spyr hann hvað hann muni halda það lengi út að vera einn á bænum lungann úr deginum, fjarri fjölskyldunni, í öskubyl og móðu, að sinna bústörfunum.

„En þá verður líka komin lausn á því. Ég er ekkert í vafa um það,“ bætir hann við. Hann kveðst taka því fagnandi ef bændur annars staðar séu að bjóða fram aðstoð sína, jafnvel með því að leysa af inn á milli. Hann segist ekki ætla að bjóða konunni sinni og börnum upp á þetta í sumar. Ekki sjálfum sér heldur.

„Það er líka hluti af þessu, þess vegna er ég að fækka. Svo mjaltirnar verði fljótlegri og maður þurfi ekki að hanga hér í myrkrinu lengi í hvert skipti.“ Kristinn sendir í dag þrettán eða fjórtán gripi í sláturhús, mjólkandi kýr og kvígur, sumar kelfdar. Það verður önnur sendingin frá honum í sláturhús af nautgripum. Sem stendur er hann með 45 mjólkandi kýr.

Hann er búinn að flytja kindurnar sínar fjórtán í Mýrdalinn. Ekki síður er hann að fækka svo heyið endist lengur. Aðspurður hvernig hann telji að rætist úr beitinni fyrir dýrin í sumar hlær hann bara. „Þetta lítur þannig út að það þarf engan sérfræðing til að sjá að ég beiti kúnum ekki á þetta,“ segir hann.

Sjá nánar um eldgosið, áhrif þess og afleiðingar í Morgunblaðinu í dag.
Guðni Þorvaldsson með hestinum Stirni.
Guðni Þorvaldsson með hestinum Stirni. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka