Óþarft að skapa óróa og hræðslu

Gosmökkur frá Eyjafjallajökli.
Gosmökkur frá Eyjafjallajökli. mbl.is/Árni Sæberg

Stein­grím­ur J. Sig­fús­son, fjár­málaráðherra, sagði á Alþingi í dag, að mik­il­vægt væri að leggja á það áherslu út á við að hlut­irn­ir á Íslandi gangi eðli­lega fyr­ir sig ef und­an væri skilið áhrifa­svæði eld­goss­ins í Eyja­fjalla­jökli þar sem ástandið væri vissu­lega al­var­legt.

„Það er með öllu óþarft og mjög óheppi­legt, að skapaður sé viðbótarórói og hræðsla með til dæm­is vanga­velt­um um mögu­legt Kötlugos þannig að yf­ir­veguð um­fjöll­un og æðru­leysi eru mjög mik­il­vægt við þess­ar aðstæður. Skila­boðin til um­heims­ins eiga að vera þau, að hér sé full stjórn á öllu, sem mann­leg­ur mátt­ur fær við ráðið. Við meg­um ekki draga upp þá mynd af land­inu út á við að Ísland sé hættu­legt land að heim­sækja. Það er óþarfi að fjöl­yrða um hve nei­kvæð og al­var­leg áhrif það get­ur haft, t.d. á okk­ar ferðaþjón­ustu og fleiri at­vinnu­grein­ar og hags­muni lands­ins alls," sagði Stein­grím­ur m.a.

Umræða er haf­in á Alþingi um eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli og af­leiðing­ar hans  en Stein­grím­ur  flutti þar yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um málið. Ólaf­ur Ragn­ar Gríms­son, for­seti Íslands, sagði í viðtali við breska rík­is­út­varpið BBC í gær­kvöldi, að gosið í Eyja­fjalla­jökli væri eins og æf­ing fyr­ir stærri gos, sem bú­ast mætti við og nefndi m.a. að bú­ist hefði verið við Kötlugosi lengi. Tals­menn ís­lensku ferðaþjón­ust­unn­ar hafa í dag gagn­rýnt Ólaf Ragn­ar harðlega fyr­ir þessi um­mæli. 

Í yf­ir­lýs­ingu stjórn­valda seg­ir, að rík­is­stjórn­in geri sér vel grein fyr­ir þeirri óvissu og óör­yggi sem ríki vegna ástands­ins sem gosið hafi valdið, ekki síst hjá íbú­um svæðis­ins og vilji gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur til að sýna þeim sam­stöðu og stuðning. 

„Rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á að upp­lýs­ing­um sé skipu­lega komið til íbúa svæðis­ins, þeim veitt sál­gæsla og ann­ar nauðsyn­leg­ur stuðning­ur. Í þess­um til­gangi hef­ur verið komið á fót sér­stök­um þjón­ustumiðstöðvum á Heimalandi og í Vík. Sér­stök­um upp­lýs­ing­um verður komið á fram­færi um tjón sem bætt er af Bjargráðasjóði og Viðlaga­trygg­ingu, og þess­um aðilum gert kleift að sinna sínu lög­bundna hlut­verki. Í því sam­bandi skal sér­stak­lega tekið fram að rík­is­stjórn­in mun beita sér fyr­ir að Bjargráðasjóði sé tryggt nægi­legt fjár­magn til að standa und­ir því tjóni, sem hon­um er lög­um sam­kvæmt ætlað," seg­ir einnig.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert