Óvissa og áhyggjur undir Eyjafjöllum

lajökli hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar og ekki að ástæðulausu. Eldurinn …
lajökli hefur fangað athygli heimsbyggðarinnar og ekki að ástæðulausu. Eldurinn sést í gígnum og í gosinu býr gríðarlegur kraftur. mbl.is/Ragnar Axelsson

„Ég veit að margir eru boðnir og búnir að moka burt ösku og vikri hér. En ég veit líka að þetta verður ekki fjarlægt af heiðinni og fjöllunum hér allt í kring. Þetta veður fjúkandi hér í allt sumar og miklu lengur,“ segir Kristinn Stefánsson, bóndi á Raufarfelli undir Eyjafjöllum.

Þungt hljóð var í fleiri bændum í gær þar sem öskufall hefur verið mest. Áhyggjur, óvissa og þreyta einkenndu svör þeirra við spurningum um eldgosið og framvinduna í búskapnum.

„Við núverandi aðstæður er mikilvægt að huga að líðan og velferð fólksins. Fundirnir í dag voru hluti af þeirri viðleitni. Íbúum gafst kostur á að fá svör við spurningum sem á þeim brenna og með því vildum við reyna eftir megni að eyða óvissu,“ sagði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Hvolsvelli, í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.

Í gær voru haldnir fjórir fundir með íbúum á áhrifasvæði gossins; það er í Landeyjum, undir Eyjafjöllum, í Mýrdal og á Kirkjubæjarklaustri. Til svara voru fulltrúar lögreglu og nokkurra stofnana. Nokkuð bar á þreytu og jafnvel vonleysi meðal fólks sem hefur nú í bráðum eina viku þurft að glíma við reginöflin og hinn aðsópsmikla nágranna sem Eyjafjallajökull er.

Kjartan segir samt mikilvægt að fólk sjái ljósu punktana og góðu fréttirnar og nú þegar sjáist í glóandi hraun ætti öskufalli að slota. Eldgosið í Eyjafjallajökli er að breytast í hraungos sem kemur úr norðurhluta gossprungunnar á jöklinum.

Sjá ítarlegar fréttir af gosinu, afleiðingum þess og áhrifum í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert