Tengja lán frá AGS við Icesave

„Mér finnst þetta vera býsna afdráttarlaus yfirlýsing, langt umfram það sem við höfum áður gefið, um að íslenska ríkið ætli að greiða bæði höfuðstól og vexti af Icesave-lánunum.“

Þetta segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, um yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir undarlegt að ríkisstjórnin, sem hafi hingað til sagt að rangt sé að tengja endurskoðun áætlunarinnar við afgreiðslu Icesave, skuli með yfirlýsingunni sjálf tengja þessi mál saman.

Fjármálaráðherra segir hins vegar að í yfirlýsingunni felist minni skuldbinding en í yfirlýsingu fyrri ríkisstjórnar.

Sjá ítarlega frétt um þetta í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert