Fær ekki upplýsingar um kröfuhafa

Kaupþing.
Kaupþing. Ómar Óskarsson

Viðskipta­nefnd Alþing­is fær ekki aðgang að lokuðu vefsvæði þar sem kröfu­haf­ar Kaupþings eru listaðir, eft­ir því sem Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks og nefnd­armaður, sagði á Alþingi í dag. Hins veg­ar hafi fjöl­marg­ir aðgang að vefsvæðinu, þar með talið ríkið.

Viðskipta­nefnd hef­ur að und­an­förnu kallað eft­ir upp­lýs­ing­um um eign­ar­haldið á bönk­un­um sem nú hef­ur verið komið í hend­ur kröfu­hafa. „Ég hef verið í sam­bandi við við sam­skipta­stjóra skila­nefnd­ar Kaupþings banka,“ sagði Ragn­heiður Elín. „Og óskaði eft­ir því að fá aðgang fyr­ir viðskipta­nefnd að lokuðu vefsvæði þar sem kröfu­haf­ar eru listaðir eða fá stærstu kröf­urn­ar. Ég fékk það svar að það sé ekki lög­um sam­kvæmt og list­inn aðeins aðgengi­leg­ur kröfu­höf­um.“

Ragn­heiður Elín sagði svo að í svari sam­skipta­stjór­ans hafi komið fram, að af þess­um sök­um, þ.e. að kröfu­haf­ar hafi aðgang, séu fjöl­marg­ir með upp­lýs­ing­arn­ar und­ir hönd­um, þar með talið ríkið sjálft. „Ég vek at­hygli á þessu, að viðskipta­nefnd Alþing­is er ekki heim­ilt að fá upp­lýs­ing­ar sem ein­hverj­um öðrum hjá rík­inu er heim­ilt að hafa.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi.
Ragn­heiður Elín Árna­dótt­ir á Alþingi. mbl.is/​Eggert
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert