Fær ekki upplýsingar um kröfuhafa

Kaupþing.
Kaupþing. Ómar Óskarsson

Viðskiptanefnd Alþingis fær ekki aðgang að lokuðu vefsvæði þar sem kröfuhafar Kaupþings eru listaðir, eftir því sem Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og nefndarmaður, sagði á Alþingi í dag. Hins vegar hafi fjölmargir aðgang að vefsvæðinu, þar með talið ríkið.

Viðskiptanefnd hefur að undanförnu kallað eftir upplýsingum um eignarhaldið á bönkunum sem nú hefur verið komið í hendur kröfuhafa. „Ég hef verið í sambandi við við samskiptastjóra skilanefndar Kaupþings banka,“ sagði Ragnheiður Elín. „Og óskaði eftir því að fá aðgang fyrir viðskiptanefnd að lokuðu vefsvæði þar sem kröfuhafar eru listaðir eða fá stærstu kröfurnar. Ég fékk það svar að það sé ekki lögum samkvæmt og listinn aðeins aðgengilegur kröfuhöfum.“

Ragnheiður Elín sagði svo að í svari samskiptastjórans hafi komið fram, að af þessum sökum, þ.e. að kröfuhafar hafi aðgang, séu fjölmargir með upplýsingarnar undir höndum, þar með talið ríkið sjálft. „Ég vek athygli á þessu, að viðskiptanefnd Alþingis er ekki heimilt að fá upplýsingar sem einhverjum öðrum hjá ríkinu er heimilt að hafa.“

Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi.
Ragnheiður Elín Árnadóttir á Alþingi. mbl.is/Eggert
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert