Tvær erlendar rútur með samtals 140 farþega innanborðs lentu í vandræðum á Fjarðarheiðinni í dag. Önnur rútan endaði þversum á veginum í Mýrarbrekku með afturhjólin úti í kanti og framhjólin á öfugum vegarhelmingi. Björgunarsveitin Ísólfur og rúta komu fólkinu til byggða. Engan sakaði í rútunum.
Hin rútan stoppaði í Stafnum. Þar voru settar á hana keðjur og komst hún þá leiðar sinnar. Veghefill frá Vegagerðinni dró fyrrnefndu rútuna, þá sem snerist þversum, upp úr brekkunni. Þar var henni snúið við og fór hún aftur niður á Seyðisfjörð.
Rúturnar voru frá Sviss og farþegarnir Svisslendingar, samkvæmt upplýsingum mbl.is. Rúturnar komu með Norrænu í gær voru áformaðar tvær dagsferðir með fólkið. Rúturnar fara aftur með ferjunni í kvöld.
Nokkrar umferðartafir urðu vegna óhappsins og þurfti m.a. þrír flutningabílar og nokkrir fólksbílar að bíða á meðan rútan lokaði veginum.
Helgi Haraldsson, björgunarsveitarmaður, sagði þetta sýna hve heiðin sé slæmur farartálmi. Hann sagði að farþegunum hafi ekki verið mikið brugðið. Fólkið í þeirri rútunni sem snerist á veginum missti af skoðunarferðinni í dag því rútan sneri aftur til skipsins.
Blogg Haraldar Haraldssonar um vandræði rútanna