Kreppan grynnri en óttast var

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn seg­ir, að vax­andi vís­bend­ing­ar séu um að krepp­an á Íslandi, þótt djúp sé, verði ekki eins al­var­leg og bú­ist hafði verið við og bú­ast megi við að hag­kerfið fari að vaxa á ný á þessu ári þótt sam­drátt­ur lands­fram­leiðslu á ár­inu öllu sé áætlaður 3%. 

Þetta kem­ur fram í skýrslu, sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn hef­ur birt um aðra end­ur­skoðun efna­hags­áætl­un­ar Íslands. Í skýrsl­unni er birt hag­vaxt­ar­spá, sem ger­ir ráð fyr­ir 2,3% vexti á næsta ári, 2,4 vexti árið 2012, 2,6% hag­vexti árið 2013 og 4% hag­vexti árið 2014. 

Þá spá­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn að veru­lega dragi úr at­vinnu­leysi á næstu árum. Áætlað er að það verði 9,7% á þessu ári, 8,6% á næsta ári en verði komið niður í 3% árið 2014. Þá verði verðbólga 3,8% á næsta ári en lækki áfram og verði 2,5% árið 2014. 

Í skýrslu sjóðsins seg­ir, að sú stefna, sem lögð var í efna­hags­áætl­un Íslands, hafi stuðlað að þessu og að all­ar helstu kröf­ur í tengsl­um við aðra end­ur­skoðun áætl­un­ar­inn­ar hafi verið upp­fyllt­ar. Enn sé bú­ist við að ís­lenska hag­kerfið byrji að vaxa á ný á þessu ári þótt mikl­ar skuld­ir einka­fyr­ir­tækja og gjald­eyr­is­höft­in hamli þeim vexti.

Fram kem­ur í skýrsl­unni, að ís­lensk stjórn­völd og starfs­fólk Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins séu sam­mála um að betri horf­ur í efna­hags­mál­um eigi að gera kleift að draga meira úr halla rík­is­sjóðs á þessu ári en áður var áformað. Þá þurfi að hraða end­ur­skipu­lagn­ingu skulda at­vinnu­lífs­ins.

Í um­fjöll­un starfs­fólks Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins um Ísland seg­ir m.a. að stöðug­leiki í geng­is­mál­um sé mik­il­væg­um til að hamla verðbólgu og mæta hag­vaxt­ar­mark­miðum. Bætt eft­ir­lit með gjald­eyr­is­höft­un­um hafi stutt við gengi krón­unn­ar að und­an­förnu og halda þurfi slíku eft­ir­liti áfram og hugs­an­lega herða regl­ur reyn­ist það nauðsyn­legt. Vegna óvissu um aðgang að alþjóðlegu láns­fé verði auk­in áhersla lögð á að styrkja gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans vegna óvissu um láns­fé. Í skýrsl­unni er áætlað að gjald­eyr­is­forðinn muni nema 854 millj­örðum í lok árs­ins. 

Skýrsla Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert