Lítil aska frá gosinu

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli skömmu eftir að gosið hófst. Mjög hefur …
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli skömmu eftir að gosið hófst. Mjög hefur dregið úr gosvirkni. mbl.is/Kristinn

Gos­virkni í Eyja­fjalla­jökli hef­ur minnkað mikið og jafn­framt og nán­ast ekk­ert öskugos er þar leng­ur, að sögn Páls Ein­ars­son­ar, jarðeðlis­fræðings. Páll sagði hins veg­ar að eld­gos­inu sé ekki lokið og ómögu­legt  að spá fyr­ir um fram­vind­una. 

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi sér­fræðinga  í upp­lýs­inga­miðstöðunum í Skóg­ar­hlíð í morg­un. Páll sagði þar, að mik­ill gosórói kæmi enn fram á jarðskjálfta­mæl­um.

„Við sjá­um eng­ar vís­bend­ing­ar um að eld­gos­inu sé að ljúka og get­um ekki spáð fyr­ir um hvenær það ger­ist. Ein­hverj­ir kunna að veita slík svör, en slík svör væru röng," hef­ur AFP frétta­stof­an eft­ir Páli.   

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert