Lítil aska frá gosinu

Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli skömmu eftir að gosið hófst. Mjög hefur …
Gosmökkurinn frá Eyjafjallajökli skömmu eftir að gosið hófst. Mjög hefur dregið úr gosvirkni. mbl.is/Kristinn

Gosvirkni í Eyjafjallajökli hefur minnkað mikið og jafnframt og nánast ekkert öskugos er þar lengur, að sögn Páls Einarssonar, jarðeðlisfræðings. Páll sagði hins vegar að eldgosinu sé ekki lokið og ómögulegt  að spá fyrir um framvinduna. 

Þetta kom fram á upplýsingafundi sérfræðinga  í upplýsingamiðstöðunum í Skógarhlíð í morgun. Páll sagði þar, að mikill gosórói kæmi enn fram á jarðskjálftamælum.

„Við sjáum engar vísbendingar um að eldgosinu sé að ljúka og getum ekki spáð fyrir um hvenær það gerist. Einhverjir kunna að veita slík svör, en slík svör væru röng," hefur AFP fréttastofan eftir Páli.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert