Lýsa undrun á yfirlýsingu forsetans

Eldgosið í Eyjafjallajökli.
Eldgosið í Eyjafjallajökli.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins lýsa undr­un sinni yfir óheppi­leg­um yf­ir­lýs­ing­um For­seta Íslands 19. apríl sl. á BBC um vænt­an­legt Kötlugos. Segja sam­tök­in, sem halda árs­fund sinn í dag, að þessi yf­ir­lýs­ing hafi skaðað ís­lenska ferðaþjón­ustu á erfiðum tím­um þegar all­ir þurfi að hjálp­ast að við að styrkja ímynd land­ins sem  áfangastaðar fyr­ir ferðamenn.

„Íslensk nátt­úra er heill­andi aðdrátt­ar­afl en á stund­um óblíð og óút­reikn­an­leg og fjöl­breyti­leiki henn­ar er það sem vek­ur at­hygli og áhuga þeirra sem til lands­ins koma. Mik­il­vægt er að setja ís­lenska nátt­úru í já­kvætt ljós þrátt fyr­ir að hún lúti fyrst og fremst sín­um eig­in lög­mál­um. Það er mjög óheppi­legt að for­ystu­menn þjóðar­inn­ar  veki ótta í ná­granna­lönd­um okk­ar um hættu af  völd­um ís­lenskra­nátt­úru­afla nema  til þess sé sér­stakt til­efni og þörf," seg­ir í álykt­un frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins. 

Þá seg­ir, að eðli­legt sé að benda Evr­ópuþjóðum á hætt­una af af­leiðing­um Kötlugoss og nauðsyn þess að evr­ópsk stjórn­völd búi sig und­ir að þróa viðbrögð við slíku en að mati Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hafi hvorki verið staður né stund til þess við umræður um nú­ver­andi gos í Eyja­fjalla­jökli í al­menn­um fréttaþætti BBC.

„Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hvetja for­seta Íslands til þess að gera allt sem í hans valdi stend­ur til þess að draga úr þeim skaða sem yf­ir­lýs­ing hans hef­ur valdið," seg­ir síðan í álykt­un­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert