Missti af gosinu á Íslandi

Það hefur vakið athygli erlendra fjölmiðla, að Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Jarðvísindastofnun,  sem er einn helsti eldfjallasérfræðingur landsins, var í hópi þeirra ferðamanna, sem hafa setið fastir úti í heimi vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Freysteinn hefur þó væntanlega komist heim í nótt

Reutersfréttastofan hitti Freystein í gærkvöldi í Kaupmannahöfn en þangað kom hann með rútu frá París þar sem hann var á jarðvísindaráðstefnu.

„Ég var á fundi í París með frönskum jarðeðlisfræðingum og hef verið fastur þar frá því eldgosið hófst. Það er ekki slæmt að þurfa að vera í París, ég hafði góða vinnuaðstöðu í jarðvísindastofnuninni," sagði Freysteinn við Reuters.

Freysteinn segist ekki hafa séð fyrir þær afleiðingar, sem eldgosið í Eyjafjallajökli hafði á flugumferð um allan heim.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert