Samgönguáætlun lögð fram á þingi

Gjaldhliðið við Hvalfjarðargöngin.
Gjaldhliðið við Hvalfjarðargöngin.

Kristján L. Möller, sam­gönguráðherra, lagði í gær fram á Alþingi til­lögu um sam­göngu­áætlun til árs­ins 2012. Þar  kem­ur m.a. fram að skoðaðir verði áfram val­kost­ir og aðferðir við gjald­töku af sam­göng­um og unnið verði að und­ir­bún­ingi nýrr­ar framtíðar­skip­un­ar gjald­töku sem taki mið af því að not­and­inn greiði eft­ir notk­un og byggð er á nýj­ustu tækni m.a. fyr­ir um­ferð á veg­um.

Þá seg­ir í til­lög­unni, að  leitað verði leiða til að fjár­magna um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir sem ekki rúm­ast inn­an al­mennra fjár­veit­inga til áætl­un­ar­inn­ar, m.a. með gjald­töku af not­end­um verði það niðurstaða Alþing­is.

Í til­lög­unni eru tald­ar upp fram­kvæmd­ir, sem kynnu að falla í þenn­an flokk. Eru það Suður­lands­veg­ur, Vest­ur­lands­veg­ur, Reykja­nes­braut, Vaðlaheiðargöng, Sunda­braut, tvö­föld­um Hval­fjarðarganga, sam­göngumiðstöð á Reykja­vík­ur­flug­velli og stækk­un flug­stöðvar­inn­ar á Ak­ur­eyri.

Þá er einnig lýst þeim mark­miðum að leita ódýrra leiða til að leggja bundið slitlag á um­ferðar­litla vegi og gera út­tekt á því með hvaða hætti megi koma á strand­sigl­ing­um að nýju til að draga úr land­flutn­ing­um með til­heyr­andi álagi á vega­kerfið.

Sam­göngu­áætlun 2009-2012

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert