Húsleit Samkeppniseftirlitsins í húsakynnum Símans og móðurfélaginu Skiptum miða að því að kanna hvort Síminn hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína, segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Páll Gunnar Pálsson.
„Við höfum undanfarið fengið nokkrar ábendingar og kvartanir frá fleiri en einum aðila og er húsleitin hluti af eðlilegri málsmeðferð hjá okkur.“ Segir hann að húsleitin og rannsókn eftirlitsins snúist um meira en bara markaðssetningu á Ring, en að hann geti ekki tjáð sig meira um málið að sinni.
„Við förum svo núna að vinna úr þeim gögnum, sem aflað hefur verið og málið er í venjulegum farvegi.“