Mælingar á svifryki hófust við Hæðargarð rétt hjá Kirkjubæjarklaustri að kvöldi 16. apríl. Fór svifryk yfir heilsuverndarmörk á mánudag en rykmagnið var þá svipað, og mælist í miðlungs mikilli mengun í Reykjavík.
Sólahringsmeðaltöl síðan mælingar hófust hafa verið sem hér segir.
Heilsuverndarmörk eru miðuð við sólarhringsmeðaltalið 50µg/m3.
Umhverfisstofnun segir, að Kirkjubæjarklaustur sé nokkuð austan við mesta öskufallið. Búast megi við mun hærri gildum nær Eyjafjallajökli og undir Eyjafjöllum megi áætla að styrkur svifryks hafi mælst í þúsundum µg/m3 þegar verst var.Mælirinn var ekki settur upp þar því líkur eru á því að hann muni slá út í svo mikill rykmengun.Öskusýni frá Mýrdalssandi sem Jarðvísindastofnun HÍ lét Umhverfisstofnun í té var sent í kornastærðargreiningu hjá Nýsköpunarmiðstöð. Niðurstöður sýna að um fjórðungur kornanna eru svifryk, það er minna en 10 míkron. Svifryk á greiða leið niður í lungu og getur haft óæskileg áhrif á heilsu. Mælingar á Reyðarfirði sýna ekki aukningu í styrk brennisteinsdíoxíðs.
Fylgjast má með mælingum við Kirkjubæjarklaustur á slóðinni kort.vista.is.