Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur skipað Luis E. Arreaga í embætti sendiherra í Reykjavík. Arreaga hefur starfað lengi í bandarísku utanríkisþjónustunni og var síðast yfirmaður ráðningarskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins.
Enginn sendiherra hefur verið í bandaríska sendiráðinu í Reykjavík frá því Carol Van Voorst lét af því embætti við valdaskiptin í Washington í ársbyrjun 2009. Robert S. Connan var skipaður í embættið síðastliðið vor en hætti síðan við að þiggja starfið.
Arreaga er doktor í hagfræði. Hann hefur m.a. starfað í sendiráðum Bandaríkjanna í Panama, Ottawa, Genf og Madrid.