Ný spá Veðurstofunnar gerir ráð fyrir því að loftrými fyrir Keflavík og Reykjavík verði opið fram eftir nóttu og lokist ekki fyrr en undir morgun vegna ösku í andrúmsloftinu. Miðað er við að ákveðnar takmarkanir verði á flugumferð eftir klukkan 4.
Íslensku flugfélögin hafa gert ráðstafanir vegna þessa. Iceland Express sendir flugvél til Lundúna í kvöld. Sú vél átti upphaflega að fara klukkan 23:30 en brottför hefur verið seinkað til rúmlega eitt.
Þá hefur Icelandair flýtt nokkrum flugferðum til klukkan 5 í fyrramálið. Einnig ætlar flugfélagið að fljúga milli Akureyrar og Glasgow. Hafa verið skipulagðar sérstakar rútuferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur í tengslum við þau flug.
Einnig Farþegar sem eiga flug til Evrópu frá Bandaríkjunum, munu fljúga á lokaáfangastað gegnum Glasgow. Icelandair mun starfrækja bein flug frá Glasgow til Kaupmannahafnar og Osló.
Farþegar mun Icelandair fljúga beint frá Glasgow til Boston eða New York.