Frost var um allt land í nótt og því frusu saman sumar og vetur eins og sagt er. Kaldast var á Norðausturlandi en á Þeistareykjum mældist 14,5 stiga frost í nótt og 14,2 stiga frost á Brú í Jökuldal.
Samkvæmt gamalli þjóðtrú veit á gott sumar er sumar og vetur frýs saman aðfaranótt sumardagsins fyrsta. Það var einnig þjóðtrú, að ef gott veður er á sumardaginn fyrsta og fyrsta sunnudag í sumri yrði sumarið einnig gott.
Veðurstofan spáir austlægri átt í dag, 5-8 metrum á sekúndu og dálítilli snjókomu syðst en
annars hægari og víða bjart veður. Hvessir heldur syðst í kvöld. Hiti verður 0 til 5 stig suðvestanlands að deginum, en vægt frost
annars staðar. Á morgun hlýnar heldur í veðri.