Komið í veg fyrir efnahagshrun

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði á blaðamannafundi í Washington í dag, að efnahagsáætlun Íslands hjá sjóðnum gengi samkvæmt áætlun og tekist hefði að koma í veg fyrir algert efnahagshrun.

Þá sagðist Strauss-Kahn hafa samúð með íslensku þjóðinni vegna þess að hún sæti uppi með kostnaðinn vegna mistaka sem gerð voru innan allt of stórs bankakerfis. 

Dominique Strauss-Kahn í Washington í dag.
Dominique Strauss-Kahn í Washington í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert