Segir ásakanir á hendur sér rangar

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ir í grein á vef flokks­ins, að ásak­an­ir um að hafa þegið mútu­fé frá út­rás­ar­vík­ing­um og af þeim sök­um látið und­ir höfuð leggj­ast að beita sér gegn þeim, séu rang­ar. Hóp­ur fólks hef­ur safn­ast sam­an fyr­ir utan heim­ili Stein­unn­ar Val­dís­ar und­an­far­in kvöld og kraf­ist af­sagn­ar henn­ar sem þing­manns.  

Í grein­inni fjall­ar Stein­unn Val­dís um ástæður þess, að hún þáði styrki frá fyr­ir­tækj­um vegna tveggja próf­kjara sem hún tók þátt í árið 2006. Seg­ir hún að tal um að þess­ir fjár­mun­ir hafi runnið í henn­ar eig­in vasa sé hel­ber lygi sem hún geti ekki setið und­ir. Reikn­ing­ar og upp­gjör liggi fyr­ir, öll­um fylgiskjöl­um hafi verið skilað til skatts­ins fyr­ir 3 árum og upp­gjörið sé öll­um til skoðunar.

„Vissu­lega voru þetta háar upp­hæðir. Og við þær aðstæður sem nú ríkja eru þær svim­andi háar. Það af­saka ég alls ekki. Þessi próf­kjör fóru úr bönd­un­um og sjálf mun ég aldrei taka þátt í slík­um aft­ur. Ég vil koma þessu á fram­færi vegna þess að fyr­ir utan heim­ili mitt safn­ast sam­an fólk á hverju kvöldi og krefst af­sagn­ar minn­ar vegna afar frjáls­legra túlk­ana á til­urð, eðli og af­leiðinga þess­ara upp­hæða.

Það eru tak­mörk fyr­ir því hvað hægt er að leggja á fjöl­skyldu, vini og ná­granna í þágu starfa sinna. En mér er hins veg­ar annt um æru mína og sam­visku. Af­sögn á grund­velli ásak­ana um að hafa þegið mútu­fé frá út­rás­ar­vík­ing­um og af þeim sök­um látið und­ir höfuð leggj­ast að beita mér gegn þeim sem skyldi myndu hvor­ugu hjálpa. Þær ásak­an­ir eru ein­fald­lega rang­ar og breyt­ir þá litlu hvort fáir eða marg­ir hafa þær uppi," seg­ir Stein­unn Val­dís.

 Grein Stein­unn­ar Val­dís­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka