Stúlka sem lýst var eftir fundin

Lögreglustöðin á Akureyri
Lögreglustöðin á Akureyri

Lögreglan á Akureyri fann í kvöld Emilíönu Andrésdóttur, 13 ára stúlku, sem strauk af meðferðarheimilinu Stuðlum fyrir viku og lýst hefur verið eftir nokkrum sinnum.

Stúlkan var á almannafæri í útjarði bæjarins þegar hún var handsömuð. Lögregla segir að ekkert ami að henni.

Lögreglunni barst mikill fjöldi ábendinga frá íbúum í nokkrum bæjarfélögum á landinu eftir að lýst var eftir stúlkunni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert