Tilraun til að hræða fjölmiðlafólk eða ná fram leiðréttingu?

Pálmi Haraldsson.
Pálmi Haraldsson. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Einkamál Pálma Haraldssonar, fyrrverandi forstjóra og eiganda Fons, á hendur Svavari Halldórssyni, fréttamanni RÚV, var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í gærmorgun.

Hvorugur þeirra var viðstaddur en báðir tilbúnir að tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

„Þessi málsókn er til að hræða mig og aðra blaðamenn frá því að fjalla um viðskiptakúnstir útrásarvíkinga,“ segir Svavar og bætir við að Pálmi hafi sagst ætla að koma á eftir honum af öllu afli auk þess sem hann hafi einnig fengið hótanir frá öðrum kaupsýslumönnum eftir fréttaflutning sinn af þeim.

Pálmi hefur aðra sögu að segja, og bregst við hálfpartinn reiður en einnig sár þegar blaðamaður ber undir hann ummæli Svavars. „Ég hef ekkert gaman af þessu máli. Daginn eftir að fréttin var birt hringdi ég í Svavar og bað hann um það eitt að hún yrði borin til baka, því hann hafði farið með rangt mál. Það gerði hann ekki og þá er þetta mín eina leið til að fá leiðréttingu.“

Þrátt fyrir allt segir Svavar fréttina rétta. „Hún er byggð á gögnum; ég er með lánasamninginn í höndunum og mjög trausta heimildarmenn að auki. Ég talaði aftur við þá og þeir stóðu við þetta. Pálmi hins vegar gat ekki afhent mér nein gögn sem sýndu fram á að eitthvað væri rangt í fréttinni,“ segir Svavar.

Sjá nánar ítarelga frásögn af þessu máli í Morgunblaðinu í dag.


Svavar Halldórsson fréttamaður.
Svavar Halldórsson fréttamaður. mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert