Annríki á Akureyrarflugvelli

Farþegar sem áttu að fara með vél Iceland Express frá …
Farþegar sem áttu að fara með vél Iceland Express frá Keflavík komu með rútum til Akureyrar. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikil umferð hefur verið um Akureyrarflugvöll í dag. Vélum í millilandaflugi hefur verið beint á flugvöllinn, auk þess sem vélar í innanlandsflugi hafa lent og farið frá honum. Tólf farþegavélar hafa lent á vellinum frá miðnætti og tíu farið frá honum, sem er mun meira en gengur og gerist. Von er á fleiri vélum það sem eftir er dags.

Talsverðar raðir mynduðust þegar rútur komu með farþega sem áttu að fljúga frá Keflavíkurflugvelli. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Flugstoða, segir aðgerðir á Akureyrarflugvelli þó hafa gengið mjög vel. Starfsfólk hafi staðið sig vel og viðbrögðin verið vel skipulögð.

Flugfélag íslands og Ernir hafa flogið frá Reykjavíkurflugvelli í dag, segir Hjördís. Hún ítrekar að ekki sé rétt að flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík séu lokaðir, heldur opnir með takmörkunum. 

Aðgerðir hafa gengið mjög vel á Akureyrarflugvelli þrátt fyrir annríki.
Aðgerðir hafa gengið mjög vel á Akureyrarflugvelli þrátt fyrir annríki. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert