Reykjavíkurflugvöllur hefur verið opnaður, að því er segir í fréttatilkynningu frá Flugfélagi Íslands. „Flugfélag Íslands flýgur sjónflug. Veðurskilyrði eru hagstæð. Miðað við verðurspá í dag, föstudaginn 23.apríl að þá reiknar Flugfélag Íslands með að halda uppi áætlun.“
Flugfélag Íslands flaug til Akureyrar frá Reykjavík klukkan 9 í morgun og til Ísafjarðar klukkan 9.15. Brottför til Egilsstaða er áætluð klukkan 11 og athuga á með flug til Vestmannaeyja klukkan 15.45.
Flugfélagið bendir farþegum á að skoða heimasíðu Flugfélags Íslands og textavarp RÚV til að fylgjast með stöðu á hverju flugi fyrir sig.