Flugvél og þyrla Gæslunnar færðar á Akureyri

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar bjuggu þyrluna TF-GNÁ í gærkvöldi undir tímabundinn flutning …
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar bjuggu þyrluna TF-GNÁ í gærkvöldi undir tímabundinn flutning til Akureyrar. mbl.is/Árni Sæberg

Landhelgisgæslan flutti þyrluna TF-GNÁ og flugvélina TF-SIF til Akureyrar í gærkvöldi og í nótt.  Georg Lárusson forstjóri sagði að þetta hefði verið gert til öryggis vegna yfirvofandi lokunar Reykjavíkurflugvallar vegna ösku úr Eyjafjallajökli. Þyrlan fór í gærkvöldi frá Reykjavík og reiknaði Georg með að flugvélin færi eftir miðnættið.

Fullskipaðar áhafnir, 10-12 manns alls, fóru með vélunum. Georg sagði í gærkvöldi óvíst hve lengi flugvélarnar yrðu á Akureyri. Landhelgisgæslan fékk aðstöðu fyrir flugvélarnar á Akureyri í flugskýlum á vegum Flugsafnsins og í skýli í einkaeigu fyrir milligöngu Arngríms Jóhannssonar, að sögn Georgs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert