Nýr gígur kominn í ljós

Gígar Eyjafjallajökuls á radarmynd. Nyðri gígurinn á jöklunum er til …
Gígar Eyjafjallajökuls á radarmynd. Nyðri gígurinn á jöklunum er til hægri á myndinni og nýi gígurinn þar er líkastur kjafti á skrúflykli. Ljósm: Landhelgisgæslan

Nýr gíg­ur kom í ljósi inni í nyrðri sig­katl­in­um á Eyja­fjalla­jökli í mæl­inga­flugi flug­vél­ar Land­helg­is­gæsl­unn­ar TF-SIF yfir gosstöðvun­um snemma í morg­un. „Minni gíg­ur inni í þeim sem fyr­ir er mynd­ast oft þegar kraft­ur eld­goss dvín­ar,“ seg­ir Magnús Tumi Guðmunds­son jarðeðlis­fræðing­ur.

Gíg­ur­inn nýi sem sést á mynd­inni hér að ofan skag­ar fram í nyðri gíg­inn og er lík­ast­ur kjafti á skrúf­lykli. Gíg­jök­ull sem fell­ur niður að Markarfljóti ligg­ur niður frá gígn­um.

„Mér finnst lík­legt að það versta í þessu gosi sér yf­ir­staðið. Venju­lega er kraft­ur eld­gosa mest­ur í upp­hafi en dvín­ar svo eins og gerst hef­ur í Eyja­fjalla­jökli. Að öðru leyti er erfitt að segja til um fram­vindu goss­ins,“ seg­ir Magnús Tumi. Talið er að um 20 til 30 tonn af gos­efn­um komi úr gíg Eyja­fjalla­jök­uls en kraft­ur­inn er nú aðeins 3 til 5% af því sem var fyrstu þrjá til fjóra fyrstu gos­dag­ana.

Mynd­ir úr flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar hafa verið mjög þýðing­ar­mikl­ar við at­hug­an­ir á fram­vindu goss­ins og vís­inda­mönnn­um hef­ur verið mik­ill akk­ur í því að kom­ast reglu­lega í flug með Gæslu­mönn­um.

„Sam­starfið við áhafn­ir á flug­vél og þyrl­um gæsl­unn­ar hef­ur verið al­veg frá­bært. Flug­vél­in nýja hef­ur opnað mikla mögu­leika. Radar­mynd­irn­ar sem við höf­um fengið úr tækja­búnaði henn­ar fást ekki úr neinni ann­ari ís­lenskri flug­vél,“ seg­ir Magnús Tumi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert