Rennsli eykst í Markarfljóti

Gosið séð frá Valahnúk um klukkan 8 í morgun gegnum …
Gosið séð frá Valahnúk um klukkan 8 í morgun gegnum vefmyndavél Mílu.

Rennsli í Markarfljóti jókst nokkuð í gær og virðist sírennsli úr Gíg­jökli hafa auk­ist, að sögn Veður­stof­unn­ar. Órói á jarðskjálfta­mæl­um á Eyja­fjalla­jökli hef­ur verið svipaður síðasta sól­ar­hring og GPS-mæl­ing­ar sýna áfram­hald­andi hreyf­ingu í átt að gosstöðvun­um.

Gos­mökk­ur frá Eyja­fjalla­jökli sást í rat­sjá fram­an af nóttu en ekki eft­ir það. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Land­helg­is­gæsl­unni í morg­un náði hann upp í um 16 þúsund fet, eða 4,8 km. Mökk­ur­inn fer nú í vestn­orðvest­ur.

Vef­mynda­vél­ar Mílu

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert