Rennsli í Markarfljóti jókst nokkuð í gær og virðist sírennsli úr Gígjökli hafa aukist, að sögn Veðurstofunnar. Órói á jarðskjálftamælum á Eyjafjallajökli hefur verið svipaður síðasta sólarhring og GPS-mælingar sýna áframhaldandi hreyfingu í átt að gosstöðvunum.
Gosmökkur frá Eyjafjallajökli sást í ratsjá framan af nóttu en ekki eftir það. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni í morgun náði hann upp í um 16 þúsund fet, eða 4,8 km. Mökkurinn fer nú í vestnorðvestur.