Sveitarfélög sektuð

Þórshöfn á Langanesi.
Þórshöfn á Langanesi. www.mats.is

Fjármálaeftirlitið hefur ákveðið að sekta Reykjanesbæ og Langanesbyggð fyrir brot á lögum um verðbréfaviðskipti. Þarf Langanesbyggð að greiða 1,3 milljónir króna í sekt og Reykjanesbær 800 þúsund krónur. 

Málsatvik eru þau að við athugun Fjármálaeftirlitsins í maí 2009 á skilum á innherjalistum kom í ljós að sveitarfélögin,  sem eru útgefendur skráðra skuldabréfa, höfðu ekki með fullnægjandi hætti skilað listum yfir fruminnherja og aðila þeim fjárhagslega tengdum til Fjármálaeftirlitsins.

Fjármálaeftirlitið bauð Reykjanesbæ að gangast undir sátt að fjárhæð  400.000 krónur í júní 2009 og Langanesbyggð að greiða 650 þúsund krónur en sáttinni var hafnað. Fjármálaeftirlitið hefur nú sektað sveitarfélögin um tvöfalda þessa upphæð. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert