Þykkasta öskulagið norðan Seljavalla

Þykkt öskulag er norðan sundlaugarinnar á Seljavöllum.
Þykkt öskulag er norðan sundlaugarinnar á Seljavöllum. Reuters

Þykk­asta ösku­lag í byggð mæld­ist norðan sund­laug­ar­inn­ar á Selja­völl­um í síðustu mæl­ingu jarðvís­inda­stofn­un­ar Há­skóla Íslands, að því er frem kem­ur á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar. Mæld­ist ösku­lagið þar 5,5 cm. Ask­an er þykk­ari en 2 cm á um 5 km breiðu belti og ligg­ur þykkt­ar­ás ösku­lags­ins aust­an­vert við Lamb­fell, nán­ast beint í suður frá gíg­un­um í toppi Eyja­fjalla­jök­uls.

Í byggð þynn­ist aska nokkuð hratt til beggja átta niður að 0,5 cm þykkt en þynnri dreif­ar náðu vest­ur að Hvammi og aust­ur yfir Mýr­dal­inn, að því er seg­ir í frétt á heimasíðu stofn­un­ar­inn­ar. „Ösku­lagið er lag­skipt á því svæði sem skoðað var og skipt­ist í þrjú greini­leg lög. Efsta lagið er fín­gerðast og yf­ir­leitt þynnra en 0,5 cm. Þetta lag rann sam­an í harða skán eft­ir að hafa blotnað og þornað aft­ur. Hin lög­in tvö, sem eru held­ur gróf­ari í korn­inu, verða ekki eins hörð.“

Þá seg­ir að ask­an sem féll sl. mánu­dag hafi verið tölu­vert gróf­ari en sú sem féll sl. laug­ar­dag. Stærstu korn nýrri ösk­unn­ar séu um 0,5 cm í þver­mál. 

Öskulag norðan sundlaugarinnar mælist 5,5 cm.
Ösku­lag norðan sund­laug­ar­inn­ar mæl­ist 5,5 cm. Reu­ters
Þykktarkort af ösku, hannað af starfsmönnum jarðvísindastofnunar.
Þykkt­ar­kort af ösku, hannað af starfs­mönn­um jarðvís­inda­stofn­un­ar. Af vef jarðvís­inda­stofn­un­ar.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert