Tilkynnt um ösku í Hveragerði

Séð niður til Eyjafjallasveitar þar sem öskufallið varð einna mest.
Séð niður til Eyjafjallasveitar þar sem öskufallið varð einna mest. mbl.is/RAX

Heldur hefur dregið úr öskufalli frá eldgosinu í Eyjafjallajökli en spáð er suðaustlægri átt í dag og vaxandi vindi.  Eitthvað öskufall er nú í átt að Fljótshlíð og verður líklega áfram norðvestur af eldstöðinni næstu daga. Í dag var tilkynnt um öskufjúk á Rangárvöllum  og í Hveragerði.  

Fjöldi slökkvibíla og slökkviliðsmanna hefur unnið að því að þvo hús á öskufallssvæðinu í dag með aðstoð björgunarsveitarmanna.  Bændur hafa fengið aðstoð við mjaltir og gegningar. 

Lögreglan á Hvolsvelli vill koma því á framfæri að þegar ekið er undir Eyjafjöllum er mælt með að ýtt sé á hringrásarhnapp miðstöðvarkerfis bílsins og þá berst síður aska inn í ökutækið  líkt og þegar ekið er í gegn um göng.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert